Meðferðartímar stiga V-VIII

„Frá óendanleikanum innan mín til óendanleikans innan þín skulum við hefjast handa …”
~ Peggy Phoenix Dubro ~

Fyrstu fjögur stig EMF Balancing Technique® (ísl. þýð.: EMF Jöfnunartækni) skapa orkulega undirstöðu til að styðja getu þína til þess „að skapa með skaparanum eins hamingjuríkt líf og þú ert fær um í dag.” Í stigum V-VIII er lögð áhersla á Iðkun Meistarans [innan þín] í daglegu lífi þínu. Þessi stig styrkja orkumynstur meistarans og leiða til fyllri tjáningar á eiginleikum meistarans sem hvíla nú þegar innan þín.

Yfirlit yfir meðferðartíma í Iðkun Meistarans

Hver boðinn meðferðartími er eins einstakur og fingrafar …

Áður en meðferðartími stiga V-VIII hefst notar EMF meðferðaraðilinn nokkrar mínútur í myndræna upprifjun þar sem hann sýnir viðskiptavini sínum myndir af Universal Calibration Lattice® (ísl. þýð.: Alheimsstillingargrind), orkuform stiga I-IV, og kynnir síðan orkuform stiga V-VIII.

Stig V Form óendanlegs kærleiks
Svæðið sem form V. stigs umlykur inniheldur hjartastöðina, hærri hjartastöð, hálsinn, öll litlu orkusvæðin í kringum munninn, og miðju nefbroddsins.

Stig VI Form óendanlegrar samúðar
Það eru tvö aðskilin form í stigi VI, eitt fyrir hvora hönd. Svæðið sem hvort form umlykur inniheldur orkustöðina í miðju handar og öll litlu orkusvæðin í gegnum alla fingurna.

Stig VII Form óendanlegrar nærveru
Það eru tvö aðskilin form í stigi VII, eitt fyrir hvorn fót. Svæðið sem hvort form umlykur inniheldur aðalorkustöðina ofan á og undir fætinum, og öll litlu orkusvæðin á ilinni og í kringum tærnar.

Stig VIII Form óendanlegrar visku
Form VIII. stigsins umlykur alla ljóspunktana sem eru staðsettir innan heilans, og öll orkusvæðin sem tengjast höfuðstöðinni. Orka og litur allra forma stiga V-VIII er platína [hvítagull], sem táknar hvata til örvunar sem stuðlar að hraðari samhljómi innan höfuðstöðvar.

Meðferðartímarnir

„Frá óendanleikanum innan mín til óendanleikans innan þín skulum við hefjast handa.”

Hver meðferðartími stiga V-VIII hefst með því að viðskiptavinurinn situr á stól. EMF meðferðaraðilinn biður viðskiptavininn um að loka augunum, slaka á og anda djúpt, og býður honum síðan mjúklega að hefja tímann. Eftir opnunarávarp spyr EMF meðferðaraðilinn þriggja einfaldra spurninga til nokkurra mínútna umhugsunar og hljóðlátrar íhugunar. Því næst skoðar viðskiptavinurinn röð fallegra myndskreyttra spila sem nefnast „Iðkun Meistarans” en þau sýna 11 af þeim 44 eiginleikum meistarans sem eru í „Iðkun Meistarans” spilastokknum, auk viðbótarspils sem getur táknað hvaða eiginleika meistarans sem er.

Viðskiptavinurinn velur síðan þá eiginleika meistarans sem hann vill iðka og styrkja (til dæmis þolinmæði, gleði, samræmingu, óskilyrtan kærleik …) innan sjálfs sín í lífi sínu í dag. Eftir að eiginleikarnir hafa verið valdir leggst viðskiptavinurinn á bekkinn til að taka á móti því sem eftir er af tímanum.

Hreyfingarnar sem meðferðaraðilinn framkvæmir í þessum hluta tímans eru ákveðnar með tilliti til þeirra eiginleika sem viðskiptavinurinn hefur valið en það gerir hvern meðferðartíma algjörlega einstakan.

Í lok tímans fær viðskiptavinurinn blað og lista yfir valda eiginleika til að taka með sér. Á blaðinu eru einnig spurningar til hugleiðingar fyrir viðskiptavininn þegar hann byrjar að styrkja og iðka meistarann [innan sín] í daglegu lífi sínu.

Ummæli

Viðtakendur lýsa nýju meðferðartímunum:

„Ég upplifði upphaflega endurómun þess sem ég er í dag í allri veru minni.”

„Aukningin í orkumagninu var mögnuð – óendanlegir möguleikar þess að þróa hina 44 eiginleika meistarans (og fleiri) eru ótrúlegir.”

„Hlý, örugg, traust tilfinning í hjarta mínu.”

„Stig V-VIII heldur áfram með/dýpkar undirstöðurnar sem voru byggðar í I-IV … frábært.”

„Stig V-VIII setur form innan forma sem skapar magnaða leið til að iðka meistarann … Hver meðferðartími er einstakur, byggður á vali viðskiptavinarins á sérstökum eiginleikum, meiriháttar!”

„Stig V-VIII hefja annan spíral sem fer djúpt inn, með spurningum, orkumeðferðartímanum sjálfum, og iðkun meistarans í daglegu lífi … magnaðasta vinna sem ég hef upplifað.”